07.09.2014 21:00
Markús Karl Valsson - minning í myndum
Eins og áður hefur komið fram lést Markús Karl Valsson, skipaljósmyndari og skipasíðueigandi, þann 1. september sl. Við Krúsi, eins og hann var kallaður brölluðum oft mikið saman varðandi myndatökur og svo voru hlé á milli. Lengstu ferðina sem við fórum í myndatökur var fyrir 5 árum þ.e. 29. ágúst 2009, er við fórum um Snæfellsnesið með viðkomu á Akranesi.
Síðan höfum við komið víða við og síðasta skiptið þar sem við vorum báðir var er Víkingur AK 100 fór í pottinn og sigldi fram hjá Garðskaga og Reykjanesinu þann 11. júlí sl.
Á þessum árum hef ég birt myndir þar sem hann hefur komið fyrir og endurbirti ég nú sex þeirra, um leið og ég votta aðstandendum samúð mína.
![]() |
Þessir þrír bátagrúskarar hittust á Sjóminjasafninu Víkinni í Reykjavík, f.v. Óskar Franz, Markús Karl Valsson og Emil Páll Jónsson © mynd tekinn af viðstöddum, 30. júlí 2009 |
![]() |
||||||||
|
|






