06.09.2014 09:12

Samskip Akrafell, strandaði í morgun við Vattarnes, á Austfjörðum

mbl.is:

Verið er að dæla sjó úr vél­ar­rúmi flutn­inga­skips­ins Akra­fells sem strandaði á fimmta tím­an­um við Vatt­ar­nes, milli Fá­skrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. „Ástandið er stöðugt núna,“ seg­ir Guðbrand­ur Örn Arn­ar­son verk­efna­stjóri aðgerðar­mála. Hann seg­ir unnið að því að tryggja ástandið og fyr­ir­byggja frek­ari slys.

Unnið er að því að koma fleiri dæl­um í skipið en dæl­an sem þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar flutti aust­ur í morg­un hef­ur ekki und­an. Varðskip er á leiðinni á strandstað og fjöl­marg­ir björg­un­ar­sveit­ar­menn eru að störf­um. Jafn­framt hafa kafar­ar verið ræst­ir út. Alls eru tíu um borð í Akra­felli, fjór­ir skip­verj­ar og sex björg­un­ar­sveit­ar­menn, seg­ir Guðbrand­ur en áhöfn skips­ins var ekki í neinni hættu.

„Það er aðallega verið að huga að því að tryggja ástandið og fara í fyr­ir­byggj­andi aðgerðir varðandi meng­un­ar­varn­ir,“ seg­ir Guðbrand­ur en svartol­ía og gasol­ía er um borð í skip­inu. 

Það er fjara núna og þegar fer að flæða að er ómögu­legt að vita hvort skipið losn­ar af strandstað á flóði.

Akrafell á strandstað

Akra­fell á strandstað Jens Dan Krist­manns­son

Búið er að koma taug í skipið og hægt að bjarga því ef skipið fer eitt­hvað að hreyf­ast, seg­ir Guðbrand­ur.

 

12 manns voru um borð í Akra­felli þegar það strandaði og kom strax mik­ill leki að því. Skip­verj­ar hófu þegar dæl­ingu úr skip­inu en höfðu ekki und­an. 

Til­kynn­ing frá Sam­skip­um

„„Um kl. 05.00 í morg­un strandaði Akra­fell und­ir Vatt­ar­nesskriðum milli Reyðarfjarðar og Fá­skrúðsfjarðar.

Akrafell á strandstað

Akra­fell á strandstað Jens Dan Krist­manns­son

Leki kom þegar að skip­inu

 

Björg­un­ar­sveit­ir frá Aust­fjörðum komu á strandstað skömmu síðar og búið er að koma hluta úr áhöfn­inni frá borði ásamt því að björg­un­ar­sveit­ar­menn eru komn­ir um borð í skipið. Áhöfn­in er úr hættu. Aðgerðir eru í gangi til að dæla sjó úr skip­inu ásamt því að koma í veg fyr­ir hugs­an­lega meng­un. Veður á svæðinu er gott.

Í áhöfn skips­ins eru 13 manns, frá Aust­ur-Evr­ópu og Fil­ips­eyj­um.

Akra­fell er 500 gáma­ein­inga skip sem bætt­ist í flota Sam­skipa 2013. Skipið er byggt í Kína árið 2003. Skipið er í eigu Sam­skipa­sam­stæðunn­ar.“

 
Akrafell á strandstað

Akra­fell á strandstað Jens Dan Krist­manns­son

Akrafell á strandstað

Akra­fell á strandstað Jens Dan Krist­manns­son

 

AF Facebook:

Tómas J. Knútsson skelfilegt að sjá