06.09.2014 09:00
Ísjakar hjá Stafnesi KE 130
Á þjóðhátíðardag okkar, 17. júní lét Stafnes KE 130 úr höfn í Keflavík og var förinni heitið til gæslustarfa á olíuleitarsvæðum norður í höfum. Síðan þá hefur skipið verið þar, en þó komið annað slagið til hafnar í Kirkenesi í Noregi, til að sækja m.a. vistir. Styttist nú í að skipið komi heim að nýju.
Hér birtast tvær myndir sem teknar voru í sumar þarna norðurfrá og eru frá áhöfn Stafness.
![]() |
![]() |
Ísjakar í Barentshafi, þar sem 964. Stafnes KE 130 hefur verið © myndir frá Stafnesi
Skrifað af Emil Páli


