06.09.2014 12:13

Gosi HU 121, tók niðri í Sandgerði í gærmorgun - og tekinn upp í slipp í Njarðvík í gærdag

Í gærmorgun þegar Gosi HU 121 var að leggjast að í Sandgerðishöfn undir einn af löndunarkrönunum tók hann niðri í höfninni. Eftir að hafa losnað prufaði skipstjóri bátsins að segja astikið niður og er taka átti það upp aftur var það ekki hægt. Þar með var ljóst að það hafi eitthvað skekkst við þetta. Ákveðið var því að sigla til Njarðvíkur og eftir hádegi í gær var báturinn tekinn upp í Gullvagninn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, til að gera við astikstautinn.


 


 

               1914. Gosi HU 102, á leið með Gullvagninum upp í slippinn
 

                     Báturinn kominn í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær


             Astikstauturinn skemmdur © myndir Emil Páll, í gær, 6. sept. 2014