05.09.2014 20:21

Gulltoppur GK 24 - Auðunn - Erling KE 140

Hér er allgóð syrpa sem ég tók í gær, auk síðustu myndarinnar sem ég tók í morgun. Sagan bak við syrpu þessa er eftirfarandi í máli og síðan koma myndir frá sömu atriðum.

Í gær fór Gulltoppur GK 24 niður úr Skipasmíðastöð Njarðvíkur og á sama tíma fór dráttarbáturinn Auðunn frá Keflavík og átti hann að draga Erling KE 140 frá Njarðvíkurhöfn að slippbryggjunni, en hann var að fara í slippinn.

En nokkuð óvænt atburðarrás, alls ekki óþekkt, átti sér stað og af því skapaðist syrpa þessi. í góðu veðri og enn betri birtu:

Þegar Gulltoppur flaut úr sleðanum kom í ljós að gírinn stóð eitthvað á sér og því fór hann ekki frá bryggjunni, en á sama tíma kom Auðunn inn í Njarðvík og átti að taka Erling, en þeir á Auðunn sáu að sleðinn var ekki laus og fljótlega kom ósk um að Auðunn myndi kippa í Gulltopp sem og þeir gerðu og fljótlega hrökk gírinn i samband og báturinn gat sjálfur siglt inn í Njarðvíkurhöfn og í framhaldi dró Auðunn, Erling að slippbryggjunni og hann var tekinn upp.


 


 


               1458. Gulltoppur GK 24, fer með sleðanum niður slippinn og að slippbryggjunni


                        2043. Auðunn siglir út Keflavíkurhöfn til Njarðvíkur


 


 


                2043. Auðunn dregur 1458. Gulltopp GK 24 frá Slippbryggjunni í Njarðvík og á svipuðum tíma og ég smellti neðstu myndinni af hrökk gírinn í Gulltoppi í lag


 


               1458. Gulltoppur GK 24, kominn að bryggju í Njarðvík, fyrir eigin vélarafli


             2043. Auðunn, leggur af stað með 233. Erling KE 140, í átt að slippnum


 


 

 

 


                Hér lýkur 2043. Auðunn við sitt hlutverk og 233. Erling er að fara í sleðann


 


 


               233. Erling KE 140 á leiðinni með sleðanum upp í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær


                          233. Erling KE 140, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag

                                          © myndir Emil Páll, 4. og 5. sept. 2014