05.09.2014 20:21
Gulltoppur GK 24 - Auðunn - Erling KE 140
Hér er allgóð syrpa sem ég tók í gær, auk síðustu myndarinnar sem ég tók í morgun. Sagan bak við syrpu þessa er eftirfarandi í máli og síðan koma myndir frá sömu atriðum.
Í gær fór Gulltoppur GK 24 niður úr Skipasmíðastöð Njarðvíkur og á sama tíma fór dráttarbáturinn Auðunn frá Keflavík og átti hann að draga Erling KE 140 frá Njarðvíkurhöfn að slippbryggjunni, en hann var að fara í slippinn.
En nokkuð óvænt atburðarrás, alls ekki óþekkt, átti sér stað og af því skapaðist syrpa þessi. í góðu veðri og enn betri birtu:
Þegar Gulltoppur flaut úr sleðanum kom í ljós að gírinn stóð eitthvað á sér og því fór hann ekki frá bryggjunni, en á sama tíma kom Auðunn inn í Njarðvík og átti að taka Erling, en þeir á Auðunn sáu að sleðinn var ekki laus og fljótlega kom ósk um að Auðunn myndi kippa í Gulltopp sem og þeir gerðu og fljótlega hrökk gírinn i samband og báturinn gat sjálfur siglt inn í Njarðvíkurhöfn og í framhaldi dró Auðunn, Erling að slippbryggjunni og hann var tekinn upp.
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|


















