05.09.2014 21:00

Fleiri myndir frá Helgu Guðmundsdóttur BA 77

Hér kemur síðari syrpan sem Birgir Guðbergsson tók er hann var á Helgu Guðmundsdóttur BA 77 á árunum 1980 - 82. Þessi syrpa er eins og sú fyrri bæði af bátnum svo og af mönnunum um borð við störf og fleira. Þá er með ein mynd af ísjaka sem þeir sigldu fram hjá. Nöfn mannana koma ekki fram eða neinir myndatextar, nema á fyrstu myndinni.

 

             Finnbogi Magnússon, eigandi Helgu Guðmundsdóttur BA 77 og skipstjóri á netunum, en á nótinni var Guðmundur Garðasson, betur þekktur sem Bóbi, skipstjóri á bátnum


 


 


 


 


 


 


 


 


                                     Bóbi, skipstjóri í brúarglugganum


 


 


 


 


 

 

 


 


 


 


 


 


 


 


               1076. Helga Guðmundsdóttir BA 77, sem í dag  er Jóhanna Gísladóttir GK 557 © myndir Birgir Guðbergsson, á árunum 1980 - 1982

 

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Helga Guðmundsdóttir var verulega flottur bátur og reyndar æði flott í dag líka.

Sigurður Bergsveinsson Takk fyrir þessar myndir Emil þær rifja upp endurminningar frá ég var þarna um borð 1977 sem 1 stýrimaður bæði með Guðmundi og Finnboga fyrst á loðnu og síðan á netum og söltuðum um borð. Gott skip og góðar minningar.