03.09.2014 13:14

Njarðvík: Sægrímur kominn aftur, hentaði ekki fyrir eldið

Í gær sótti Grímsnes GK 555, Sægrím GK til Stykkishólms og komu skipin til Njarðvíkur i gærkvöldi.

Eins og margir muna var Sægrímur seldur í fiskeldi og átti að breyta honum í Stykkishólmi, en ekkert hefur orðið af því, þar sem skipið hentaði ekki til þess verkefnis og varð niðurstaðan því sú að skipið kæmi aftur suður.


 


              89. Grímsnes GK 555 og 2101. Sægrímur GK 525, en skráður GK 552, í Njarðvíkurhöfn, í morgun

              2101. Sægrímur GK 525, en skráður GK 552, utan á 89. Grímsnesi GK 555, í Njarðvíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 3. sept. 2014

 

AF FACEBOOK:

Þorgrímur Ómar Tavsen Gott var að vera þarna um borð með þeim góðu mönnum sem fóru þarna í gegn