03.09.2014 13:14
Njarðvík: Sægrímur kominn aftur, hentaði ekki fyrir eldið
Í gær sótti Grímsnes GK 555, Sægrím GK til Stykkishólms og komu skipin til Njarðvíkur i gærkvöldi.
Eins og margir muna var Sægrímur seldur í fiskeldi og átti að breyta honum í Stykkishólmi, en ekkert hefur orðið af því, þar sem skipið hentaði ekki til þess verkefnis og varð niðurstaðan því sú að skipið kæmi aftur suður.
![]() |
||||
|
|



