03.09.2014 08:16

Arnþór GK 20, í Keflavíkurhöfn - búið að opna bugtina fyrir snurvoðinni

Oft var mikil eftirvænting af 1. september, ekki eingöngu af því að þá hæfist nýtt kvótaár, heldur ekki síður hér syðra, að þann dag var opnað fyrir dragnótaveiðar í Bugtinni. Var oft mikil líf fyrstu daganna sökum þess síðarnefnda, en nú er öldin önnur, því aðeins einn bátur landar í Keflavík, þrír að ég held í Sandgerði.

 

       2325. Arnþór GK 20, snurvoðabátur  í Keflavíkurhöfn, í gærkvöldi © mynd Emil Páll, 2. sept. 2014

 

AF FACEBOOK:

Gísli Aðalsteinn Jónasson 4 Bátar í Bugtinni. Örn og Njáll landa í Sandgerði og Aðalbjörg í Reykjavík.