01.09.2014 16:17
Viðgerðin á Ebba AK: Samstarf Sólplasts og Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur
Eins og ég sagði frá sl. laugardag tók Ebbi AK 37, niðri út af Garðinum og dró Máni II ÁR 7 til Keflavíkur og efir löndun úr bátnum fór hann í samfylgd með Hregga AK 85 til Njarðvíkur, þar sem hann var tekinn upp í Skipasmíðastöð Njarðvíkur með Gullvagninum. Strax í upphafi hafði komið í ljós að leki var að bátnum, auk þess sem stýrið og skrúfa voru eitthvað löskuð.
Hafin er viðgerð á bátnum inni í bátaskýlinu í Njarðvík og standa Sólplast í Sandgerði og Skipasmíðastöð Njarðvíkur saman að viðgerðinni.
![]() |
2737. Ebbi AK 37, í dag, áður en hann var tekinn inn í bátaskýlið hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, þar sem viðgerð verður unnin í samstarfi Sólplasts og Njarðvíkurslipps © mynd Emil Páll, 1. sept. 2014 |
Skrifað af Emil Páli

