30.08.2014 17:01
Ebbi AK 37, tók niðri í Garðinum og Máni II ÁR 7 dró hann til Keflavíkur
Núna fyrir stuttri stund kom Máni II ÁR 7 til Keflavíkur með Ebba AK 37, sem tók niðri úti við Garð í dag. Einhver leki kom að bátnum sem losnaði strax, auk þess sem bógskrúfa fór úr sambandi svo og stýrið. Þegar komið var upp undir hafnargarðinn í Keflavík gat Ebbi siglt sjálfur að bryggju í Keflavík.
Uppi voru tvær kenningar um framhaldið en ekki búið að ákveða það síðast þegar ég frétti, en þær eru annars vegar að báturinn færi til Njarðvíkur til viðgerðar, eða að Hreggi AK 85, sem var að landa í Keflavík myndir draga bátinn til heimahafnar þeirra beggja Akraness, þar sem gert yrði við bátinn.
Samkvæmt nýjustu fréttum sigla þeir nú í samfloti Hreggi AK 85 og Ebbi AK 37, til Akraness
Hér eru myndir sem ég tók þegar þeir voru að koma til Keflavíkur.
![]() |
||||||||||||
|
|







