29.08.2014 17:31

Skoðun ritstjóra: Þvílík skömm íslendinga gagnvart Nærabergi KG 14, í Reykjavíkurhöfn

Nú held ég að tími sé kominn til að reka einhverja stjórnmálamenn eða ráðuneytismenn fyrir framkomuna gagnvart Nærabergi KG 14, frá Færeyjum, það sem það liggur í Reykjavíkurhöfn og kom inn vegna bilunar, en fær ekki olíu.

Þeir sem tóku þessa ákvörðun hvort sem það var Alþingi eða ráðuneytið, á að nafngreina og gefa síðan út leyfi til að grýta þá niður. Svona framkomu gagnvart frændum okkar, Færeyingum, sem stóðu sig vel gagnvart okkur í hruninu og oft í öðrum tilfellum, er ekki hægt að líða. Þetta er Íslendingum til ævarandi skammar.


                                     Næraberg KG 14 © mynd Norðlýsið

 

AF FACEBOOK:

Emil Páll Jónsson Ný frétt: Fær­eyski tog­ar­inn Næra­berg, sem legið hef­ur við bryggju við Voga­bakka í Reykja­vík í morg­un, mun fá olíu og vist­ir eft­ir því sem þörf kref­ur fyr­ir heim­ferð. Þetta seg­ir Jó­hann Guðmunds­son, skrif­stofu­stjóri í at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu, samkvæmt því er kemur nú fram á mbl.is