29.08.2014 17:31
Skoðun ritstjóra: Þvílík skömm íslendinga gagnvart Nærabergi KG 14, í Reykjavíkurhöfn
Nú held ég að tími sé kominn til að reka einhverja stjórnmálamenn eða ráðuneytismenn fyrir framkomuna gagnvart Nærabergi KG 14, frá Færeyjum, það sem það liggur í Reykjavíkurhöfn og kom inn vegna bilunar, en fær ekki olíu.
Þeir sem tóku þessa ákvörðun hvort sem það var Alþingi eða ráðuneytið, á að nafngreina og gefa síðan út leyfi til að grýta þá niður. Svona framkomu gagnvart frændum okkar, Færeyingum, sem stóðu sig vel gagnvart okkur í hruninu og oft í öðrum tilfellum, er ekki hægt að líða. Þetta er Íslendingum til ævarandi skammar.
![]() |
|
AF FACEBOOK: Emil Páll Jónsson Ný frétt: Færeyski togarinn Næraberg, sem legið hefur við bryggju við Vogabakka í Reykjavík í morgun, mun fá olíu og vistir eftir því sem þörf krefur fyrir heimferð. Þetta segir Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, samkvæmt því er kemur nú fram á mbl.is |

