29.08.2014 22:35
Mokveiði í dag: A.m.k. þrír bátar, Siggi Bessa, Andey og Máni II með meira en 12 tonn hver
Mikil og góð veiði var hjá flestum makrílbátum sem voru á sjó á Suðurnesjum í dag, sögðu sjómenn að makríll væri um allan Stakksfjörðinn, Garðsjóinn og út af Sandgerði. Enda voru margir með mjög góðan afla og í kvöld komu þrír báta til Keflavíkur í kvöld, með um og yfir 12 tonn hver. Þetta voru bátarnir Andey GK 66, Máni II ÁR 7 og Siggi Bessa SF 97
Fljót kom upp löndunarbið og biðu a.m.k. fimm bátar eftir að komast í löndunarpláss þegar ég yfirgaf höfnina núna áðan. Í gær og í fyrradag voru líka svona góð aflabrögð og voru dæmi um að verið væri að landa til kl. 3.30 í fyrrinótt.
Tók ég þessar myndir í kvöld og á morgun koma fleiri myndir.



2739. Siggi Bessa SF 97, í Keflavíkurhöfn í kvöld

2405. Andey GK 66, kemur inn til Keflavíkur í kvöld

1887. Máni II ÁR 7, bíður eftir að komast undir löndunarkrana í kvöld
© myndir Emil Páll, 29. ágúst 2014
Fljót kom upp löndunarbið og biðu a.m.k. fimm bátar eftir að komast í löndunarpláss þegar ég yfirgaf höfnina núna áðan. Í gær og í fyrradag voru líka svona góð aflabrögð og voru dæmi um að verið væri að landa til kl. 3.30 í fyrrinótt.
Tók ég þessar myndir í kvöld og á morgun koma fleiri myndir.



2739. Siggi Bessa SF 97, í Keflavíkurhöfn í kvöld

2405. Andey GK 66, kemur inn til Keflavíkur í kvöld

1887. Máni II ÁR 7, bíður eftir að komast undir löndunarkrana í kvöld
© myndir Emil Páll, 29. ágúst 2014
Skrifað af Emil Páli
