29.08.2014 19:32

Há­seti féll út­byrðis og dróst með voðinni

mbl.is, í dag:

Lög­regl­an á Suður­nesj­um seg­ir að mann­björg hafi orðið í vik­unni þegar há­seti á Arnþóri GK 20 féll út­byrðis.  Hann var við vinnu aft­an til á skip­inu þegar hann flækti sig og dróst út­byrðis með voðinni. Maður­inn náði að kom­ast úr sjó­stakki, bux­um og stíg­vél­um, þótt hann sæti fast­ur í voðinni, en gat losað sig úr henni eft­ir það.

Siglt var með hann rak­leiðis í land og sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um ætlaði hann að fara á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja til skoðunar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Þar kem­ur einnig fram, að annað óhapp á sjó hafi orðið í vik­unni þegar maður var að blóðga löngu um borð í Tjalda­nesi GK 525. Lang­an var sprelllif­andi og þegar hann tók hana upp, snéri hún snöggt upp á sig með þeim af­leiðing­um að maður­inn missti all­an mátt í þumli vinstri hand­ar um stund. Hann fór á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja, þar sem í ljós kom að þum­al­fing­ur­inn var ekki brot­inn en mjög bólg­inn.