27.08.2014 12:13

Steinunn SH 167: Ný gerð af uggum að aftan - kom úr Skipasmíðastöð Njarðvíkur í morgun

Í morgun rann Steinunn SH 167 niður úr Skipasmíðastöð Njarðvíkur, að sjálfsögðu með sleðanum og tók ég þá myndir. Einnig tók ég myndir í gær sem sýna nýja gerð af uggum, eða brettum eða hvað á að kalla það, sem komnir eru á skipið. Mun fyrirmyndin vera frá Magnúsi SH 205 og eru þeir stöðugri með þessa ugga.


 


               Hér sést hin nýja gerð af uggum, sem sett hefur verið á bátinn


             1134. Steinunn SH 167, tilbúinn til sjósetningar í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, síðdegis í gær


               Báturinn á leið niður úr slippnum, með sleðanum í morgun


                       1134. Steinunn SH 167, laus við sleðann, í morgun


                                               Bakkað út á höfnina


             1134. Steinunn SH 167, siglir út, þó ekki langt í þetta sinn heldur inn í höfnina í Njarðvík, en eftir stutt stopp þar hélt skipið á leið til heimahafnar og nú þegar þetta birtist er það komið út í Faxaflóa © myndir Emil Páll, í gær og í morgun, 26. og 27. ágúst 2014