27.08.2014 21:44
Mokafli út af Keflavík í dag og í gær
Mokafli var bæði í gærkvöldi og eins síðdegis í dag, hjá þeim bátum sem voru að veiðum út af Keflavík. Voru dæmi um það að bátar lönduðu 10 tonnum í gær og sama var í kvöld, er t.d. Pálína Ágústsdóttir GK 1 landaði 33 körum sem er rúm 10 tonn og var Siggi Bessa með eitthvað meira. Makríllinn gefur sig ekki á morgnanna og er það ekki fyrr en síðdegis sem mokveiðin hefst.
Í kvöld töldust 27 bátar vera að veiðum út af Keflavík. Hér birti ég fjórar myndir sem ég tók eftir að dimman tók völdin.

1887. Máni II ÁR 7, var í löndunarbið í Keflavík er ég tók myndina á 10. tímanum í kvöld

1921. Rán GK 91, stutt frá landi í Keflavík, í kvöld

2381. Hlöddi VE 98, að landa í kvöld og 1887. Máni II ÁR 7 bíður löndunar

2405. Andey GK 66 að landa góðum afla. Þá er einnig verið að landa úr 1637. Stakkavík GK 85 og 2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1 er búin að landa 33 körum © myndir Emil Páll, í kvöld, 27. ágúst 2014
