27.08.2014 17:50

Flakk á makrílbátunum

Mikið flakk er nú á makrílbátunum, í gær var mikil veiði bæði á Stakksfirði og nálægt Ólafsvík á Snæfellsnesi. Ekki fengu allir bátarnir á þessum svæðum mikinn afla og síðan hafa þeir flakkað milli svæða og í dag hafa nokkrir sem í gær voru við Keflavík tekið stefnuna á Ólafsvík. Svo er bara, það hvort makríllinn haldi áfram á öðru hvoru svæðinu.