Í gærkvöldi kom til Njarðvíkur báturinn Vísir SH 77 og í morgun var hann tekinn upp í Gullvagninn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og eftir að hafa verið þveginn var hann fluttur í lögreglufylgd til Sólplasts í Sandgerði. Strax í dag hófst vinna við að setja í hann astik og er reiknað með að báturinn fari jafnvel í sjó aftur fyrir helgi.
Ekki er bátur þessi með öllu ókunnur Sólplasti, því fyrir mörgum árum voru þar settir á hann síðustokkar, auk þess sem gerð var breyting á stýrishúsinu.
Að venju fylgdi ég ferð bátsins til Sólplasts og hér kemur syrpa frá þeim atburði.
 |
|
1926. Vísir SH 77, við bryggju í Njarðvíkurhöfn, í morgun
 |
|
 |
|
Báturinn siglir í áttina af upptökubrautinni
 |
|
 |
|
Hér er hann kominn þangað sem Gullvagninn mun taka bátinn
|

Kominn í Gullvagninn og farinn að lyftast upp úr sjónum
 |
|
|

 |
|
Kominn upp á land
 |
|
 |
|
 |
|
 |
|
Báturinn klár fyrir þvottinn
 |
|
Hér er búið að þrífa bátinn og beðið eftir lögreglunni
 |
|
Hér er komið eftir Póshússtrætinu í Keflavík
|

 |
|
Farið um bryggjusvæðið í Keflavík
 |
|
 |
|
 |
|
Ekið eftir Ægisgötunni í Keflavík í átt að Grófinni og þaðan er síðan farið upp á Sandgerðisveg, en ég tók næst á móti þeim framan við aðsetur Sólplasts í Sandgerði
 |
|
 |
|
Á Strandgötunni í Sandgerði og gert klárt til að bakka inn á athafnarsvæði Sólplasts
 |
|
 |
|
 |
|
 |
|
Þá er flutningnum lokið að þessu sinni
 |
Þarna er Gullvagninn farinn undan bátnum og 1926. Vísir SH 77 stendur nú við hliðina á 2775. Sigga Gísla EA 255, á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði © myndir Emil Páll, 26. ágúst 2014 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
| |
|
|
|
|
|
|
|
|
| |
|
|
| |
|
|
|
|
|