25.08.2014 20:45
Muninn GK 342, á strandstað framan við Stokkavörina, í Keflavík
Hér koma nokkrar myndir sem ég tók af strandi bátsins fyrir 46 árum þ.e. á árinu 1968. Engar skriflegar heimildir fann ég um strand þetta, en minnir að báturinn hafi verið á leið í Dráttarbraut Keflavíkur, er hann fór út af leið, sem ég man ekki heldur ástæðuna fyrir, né hvernig hann losnaði. (Á sumum myndanna sést hve hann var stutt frá slippbryggjunni.)
Bátur þessi var upphaflega smíðaður i Gilleleje, Danmörku árið 1955, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, í Keflavík. Hann var síðan seldur úr landi til Svíþjóðar 26. sept. 1979, en hafði fram að því aðeins borið þetta eina nafn: Muninn GK 342 og með heimahöfn í Sandgerði.
![]() |
||||||||||
|
|
691. Muninn GK 342, á strandstað framan við Stokkavörina, í Keflavík © myndir Emil Páll, 1968






