20.08.2014 20:11

Magnús Geir KE 5 með stýrið fast í fullri beygju - Björgunarsveitin Þorbjörn bjargaði málum

Klukkan 15:30 í dag var Björgunarsveitin Þorbjörn boðuð út vegna vélarvana skips vestur af Reykjanesi. Skipið sem heitir Magnús Geir KE rak í átt að landi og þótti því ástæða til þess að flýta sér aðeins en það var einungis 2 sjómílur frá landi þegar að boðin komu. Eftir að björgunarskipið Oddur V. kom á vettvang og var kominn með skipið í tog kom í ljós að Magnús Geir var með stýrið fast í fullri beygju. Sökum þess gekk hægar að draga skipið í átt til Grindavíkur og höfðu menn áhyggjur afþví að koma því inn í höfnina þannig að hraðbjörgunarbáturinn Árni í Tungu var fenginn til aðstoðar ásamt lóðsinum Bjarna Þór. Mjög vel gekk svo að koma skipinu inn í höfnina og um klukkan hálf 9 núna í kvöld voru allir bátar komnir við bryggju.


           Myndin er tekin rétt fyrir utan Grindavík núna í kvöld © mynd Björgunarsveitin Þorbjörn, Grindavík, 20. ágúst 2014