19.08.2014 22:14

USMA: Með stærstu skipum sem komið hafa til Helguvíkur, 196 m. langt

Nú á ellefta tímanum í kvöld átti að taka USMA, að bryggju en það er með stærstu skipum sem komið hafa til Helguvíkur. Skipið er 196 metra langt og 32 metrar á breidd.
Þar sem myrkur færðist hratt yfir auk þess sem rigningaúði var líka, beið ég ekki lengur, en smellti þessum tveimur myndum af áður en ég fór.




             USMA, nálgast Helguvík, nú fyrir stuttri stundu og tveir dráttarbátar af höfuðborgarsvæðinu komnir á staðinn, heimamönnum til aðstoðar © myndir Emil Páll, 19. ágúst 2014