19.08.2014 21:15

,, Íslendingar eru ljósárum á eftir norðmönnum hvað meðhöndlun fiskafurða er að ræða"

Elfar Eiríksson, Noregi: Sá myndir frá Mána II Ár núna í dag sem er svo sem ekki frásögu færandi en eftir að hafa verið á Makrílveiðum í Noregi og síðan líka prófað á Íslandi þá finnst mér Íslendingar vera ljósárum á eftir þeim hvað meðhöndlun snertir og er það nokkuð nýtt að Íslendingar séu eftirbátar Norðmanna þegar meðhöndlun fiskafurða er að ræða. En hvað um það þá skýrir kannski líka það að kaupendurir eru með fiskverkunina á bryggjunni og kannski auðveldara þess vegna.
Tvær megin aðferðir eru notaðar, annars vegar þau bátar sem ekki eru búnir RSW kælikerfi og hins vegar þeir sem eru með svoleiðis um borð. Fyrri aðferðin að í lest sem telur 25-30 rúmmetra er tekinn Ís í lestarbotnin, ca 3-3,5 tonn, síðan er fyllt ca 30-40% af rýminu með sjó. Þegar að löndun er komið eru flest allir Makrílkaupendur með dælukerfi sem dælir aflanum í land.  
Hitt kerfið er að margir bátar sem eru yfir 17-18 metrar eru búnir RSW kælikerfi þar sem sjórinn í lestum er kældur niður í -1 til 2° og aflinn rennur beint niður í kælda lestina eins og er líka í fyrra dæminu en all mikill tækjabúnaður fylgir RSW kerfunum. Aflanum er síðan dælt í land, beint upp til Makríl kaupandans með dælum skipsins.Þetta tryggir að Makrílbátur sem er búinn RSW búnaði getur verið mun lengur að veiðum, allt að 2 sólarhringa.

                                            Séð ofan í tank með RSW kerfi

                                                 Lagnir og lokar við RSW


                              Vacumtankur og dæla fyrir löndun afla frá skipi

                                         Séð frá bakhlið á lagnir og loka


                                               RSW lagnir og dælur í vélarrúmi


                                     12 lítra Scania mótor sem knýr RSW kerfið

 

                                                    Kælipressa


                                           Stjórntafla fyrir RSW kerfið

                    © myndir og texti: Elfar Eiríksson, Noregi, 19. ágúst 2014