18.08.2014 21:33

Tveir ÁR bátar, landa sæbjúgum í Keflavík í kvöld

Í kvöld þegar sólin var að síga til viðar, komu tveir ÁR bátar til Keflavíkur, bátar sem eiga það sameiginlegt að vera báðir á Sæbjúguveiðum og vera frá sömu útgerðinni í Þorlákshöfn, en þangað var aflanum ekið strax í kvöld. Að undanförnu hefur aflinn verið allgóður og veiðar dagsins var nokkuð góður, því þó þeir færu ekki út fyrr en um hádegi og sækja aflann út í Flóa var Sandgerðingur með 5 kör (stærri körin) og Sæfari með 9 kör.
Tók ég þessa syrpu í kvöld er þeir komu að  og eins og sést hjálpar sólin til við annan bátinn en dregið hefur fyrir sólu á meiri hluta myndanna.










                              1254. Sandvíkingur ÁR 14, kemur inn til Keflavíkur, í kvöld










                             1964. Sæfari ÁR 170, kemur inn til Keflavíkur, í kvöld


           1964. Sæfari ÁR 170 og 1254. Sandvíkingur ÁR 14, við bryggju í Keflavík í kvöld © myndir Emil Páll, 18. ágúst 2014