17.08.2014 21:00

Hugrenningar mínar: Róttækar aðgerðir varðandi Fiskistofu

 

Lengi  vel hef ég viðrar í fámennum hópi hugrenningar mínar varðandi Fiskistofu og yfirleitt hafa menn rokið upp á nef sitt, við að heyra þær, en eftir að ég hef rökrætt þær hafa þeir litið öðruvísi á málið.

Sú umræða sem varð um flutning til Akureyrar, er rangur, mér hefði að vísu verið sama hvort umræða hefði blossað upp um að flytja hana til Grímseyjar, já eða Kolbeinseyjar, það hefði allt verið jafn fáranlegt í mínum huga. Mín skoðun er að  LEGGJA EIGI FISKISTOFU NIÐUR Í NÚVERANDI MYND.

Nær  væri að hætta við alla flutninga og sameina hana Landhelgisgæslunni, því  gæslan er alltaf í fjárhagserfiðleikum, en svo virðist ekki vera með Fiskistofu og því væri nær að gæslan fengi þá fjármuni sem fara í dag til Fiskistofu. Síðan mætti hugsa um að önnur fjársvelt stofnun sem er þessum stofnunum nokkuð tengt, þ.e. Hafrannsóknarstofnun kæmi líka í pakkann.

Með þessu væri hægt að gera myndarlega og öfluga stofnun sem sæi um gæslu, fiskieftirlit og allt annað sem þessar stofnanir hafa gert. Hvort hin nýja öfluga Landhelgisgæsla flytti til Keflavíkur eða eitthvað annað, skiptir ekki máli. Fyrir mér er sjálfsagt að nota aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli fyrir flugvélarnar og þyrlurnar, en skipin mættu vera á fram í Reykjavík og stjórnstöðin í Keflavík  eða hvar sem er.

Ástæðan fyrir því að ég raunar vil ekki skipin til Keflavíkur, er að þau greiða engin hafnargjöld og því er það gott á Reykjavíkurhöfn að skaffa þeim áfram aðstöðu, án tekna og engin ástæða fyrir aðrar hafnir að losa Reykvíkinga við þann pakka sem skipin eru.