16.08.2014 16:53

Góður makrílafli við Grindavík

Eins og ég sagði frá í gær var á tímabili í gærkvöldi örtröð í Grindavíkurhöfn, þar sem mikill fjöldi markílbáta kom að landi á svipuðum tíma, en aflinn var yfirleitt mjög góður. Í dag voru hinsvegar mun færri á sjó, en aflinn áfram vel þokkalegur eins og einn skipstjórinn sagði við mig í dag.

Hér birtist mynd frá löndun í dag í Grindavík, en í kvöld kemur syrpa sem ég tók þar í dag.


         Þessa mynd tók ég í dag við Grindavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 16. ágúst 2014 - í kvöld kemur syrpa sem ég tók í dag, einmitt í Grindavík