16.08.2014 08:00
Andlát: Þorsteinn Gíslason, skipstjóri og fiskimálastjóri
mbl.is:
Þorsteinn Gíslason, skipstjóri og fv. fiskimálastjóri, lést á Landspítalanum 12. ágúst sl., 85 ára að aldri.
Þorsteinn fæddist 1. desember 1928 í Kothúsum í Garði, sonur hjónanna Gísla Árna Eggertssonar, skipstjóra í Kothúsum í Garði, og Hrefnu Þorsteinsdóttur.
Þorsteinn tók kennarapróf frá KÍ 1952, próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1953, stundaði framhaldsnám í stjórnun og tæknigreinum sjávarútvegs í Danmörku og Noregi 1975-76 og í Bandaríkjunum 1978 auk þess sem hann sótti fjölda námskeiða í stjórnun og á tæknisviði, hér á landi og erlendis.
Þorsteinn var kennari í Gerðaskóla í Garði 1953-54 og skólastjóri þar 1954-1960. Hann var stýrimaður og skipstjóri á sumrin á tímabilinu 1953-80 og landsþekkt aflakló, kennari í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1960-82, varafiskimálastjóri 1969-83 og fiskimálastjóri 1983-93. Þá var Þorsteinn varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1967-71. Hann hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1995 fyrir störf að sjávarútvegsmálum
Þorsteinn Gíslason. 