16.08.2014 08:00

And­lát: Þor­steinn Gísla­son, skip­stjóri og fiski­mála­stjóri

mbl.is:

Þor­steinn Gísla­son, skip­stjóri og fv. fiski­mála­stjóri, lést á Land­spít­al­an­um 12. ág­úst sl., 85 ára að aldri.

Þor­steinn fædd­ist 1. des­em­ber 1928 í Kot­hús­um í Garði, son­ur hjón­anna Gísla Árna Eggerts­son­ar, skip­stjóra í Kot­hús­um í Garði, og Hrefnu Þor­steins­dótt­ur.

Þor­steinn tók kenn­ara­próf frá KÍ 1952, próf frá Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík 1953, stundaði fram­halds­nám í stjórn­un og tækni­grein­um sjáv­ar­út­vegs í Dan­mörku og Nor­egi 1975-76 og í Banda­ríkj­un­um 1978 auk þess sem hann sótti fjölda nám­skeiða í stjórn­un og á tækni­sviði, hér á landi og er­lend­is.

Þor­steinn var kenn­ari í Gerðaskóla í Garði 1953-54 og skóla­stjóri þar 1954-1960. Hann var stýri­maður og skip­stjóri á sumr­in á tíma­bil­inu 1953-80 og landsþekkt aflakló, kenn­ari í Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík 1960-82, vara­fiski­mála­stjóri 1969-83 og fiski­mála­stjóri 1983-93. Þá var Þor­steinn varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík 1967-71. Hann hlaut ridd­ara­kross hinn­ar ís­lensku fálka­orðu árið 1995 fyr­ir störf að sjáv­ar­út­vegs­mál­um