13.08.2014 18:43

Siggi Gísla EA 255, tekinn á land í dag - Sólplast mun gera við hann

Í dag hífði Jón & Margeir upp Sigga Gísla EA 255, sem strandaði mannlaus í Keflavík í dag og hafnsögubáturinn Auðunn náði á flot og dró til Njarðvíkur. Stóð til að taka bátinn beint í Gullvagninn sem myndi flytja hann til Sólplasts í Sandgerði þar sem gert verður við bátinn, en ekki var hægt að fá Gullvagninn í dag og því varð ekkert af því.
Tók ég þessar myndir við það tækifæri og sýni jafnfram skemmd á skrokknum sem varð er báturinn barðist í grjótinu á strandstað.















           2775. Siggi Gísla EA 255, kominn á land í Njarðvík, í dag © myndir Emil Páll, 13. ágúst 2014