13.08.2014 16:09
Makrílbátur: Rak mannlaus upp í fjöru
Í dag gerist sá atburður í Keflavíkurhöfn að báturinn Siggi Gísla EA 255, sem nýbúið var að landa úr losnaði frá bryggjunni, en mannskapurinn var uppi á bryggju. Tókst mönnum ekki að komast út í bátinn áður enn hann fór að reka út úr höfninni. Enginn þeirra sem sá bátinn reka hélt að hann væri mannlaus og því var ekkert gert til að stoppa bátinn sem að lokum strandaði neðan við Pósthússtræti í Keflavík. Fljótlega kom hafnsögubáturinn Auðunn og er hann hafði komið taug um borð með hjálp manna sem komu á vettvang, tók hann einnig niðri, en tókst að losa sig og dró hinn bátinn til hafnar í Njarðvík, þar sem dælt var upp úr honum en þó nokkur sjór hafði komist í bátinn.
Köfunarþjónusta Sigurðar kom á staðinn og stjórnaði dælingu úr bátnum, en Brunavarnir Suðurnesja dældu sjónum og fyrir utan lögreglu var Björgunarsveit á staðnum. Nú á eftir mun Jón & Margeir mæta á staðinn og hífa bátinn upp á bryggju til að skoða hann.
![]() |
||||||||||
|
|





