11.08.2014 10:40

Vélarvana bátur úti af Rifi, í morgun

mbl.is:

Á átt­unda tím­an­um í morg­un barst björg­un­ar­sveit­inni Lífs­björg í Snæ­fells­bæ til­kynn­ing að vél­ar­vana bát­ur væri á reki 12 míl­ur norður af Rifi. Var björg­un­ar­bát­ur­inn Björg send á vett­vang til þess að koma trill­unni Fön­ix SH til aðstoðar.

Að sögn Eggert Arn­ar Bjarna­son­ar skip­stjóra á Björg gekk vel að koma bátn­um til hafn­ar í Ólafs­vík þrátt fyr­ir slæmt veður, eða um 12-14 m/?sek af norðaust­an. Eggert sagði enn­frem­ur að hældrif báts­ins hafi bilað þegar bát­ur­inn var á leið á miðinn í morg­un.

 


           2542. Björg, kemur með 7464. Fönix SH 3, að landi í morgun © mynd Alfons Finnsson, 11. ágúst 2014