11.08.2014 10:40
Vélarvana bátur úti af Rifi, í morgun
mbl.is:
Á áttunda tímanum í morgun barst björgunarsveitinni Lífsbjörg í Snæfellsbæ tilkynning að vélarvana bátur væri á reki 12 mílur norður af Rifi. Var björgunarbáturinn Björg send á vettvang til þess að koma trillunni Fönix SH til aðstoðar.
Að sögn Eggert Arnar Bjarnasonar skipstjóra á Björg gekk vel að koma bátnum til hafnar í Ólafsvík þrátt fyrir slæmt veður, eða um 12-14 m/?sek af norðaustan. Eggert sagði ennfremur að hældrif bátsins hafi bilað þegar báturinn var á leið á miðinn í morgun.
![]() |
2542. Björg, kemur með 7464. Fönix SH 3, að landi í morgun © mynd Alfons Finnsson, 11. ágúst 2014 |
Skrifað af Emil Páli

