10.08.2014 19:18
Leki kom upp í Íslandsbersa út af Snæfellsnesi
mbl.is:
Leki kom upp í báti sem staddur var utan við Hólahóla á Snæfellsnesi, fyrir stuttu. Björgunarskipið Björg á Rifi var kallað út auk þess sem nærstaddir bátar voru beðnir um að sigla á staðinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var við æfingar skammt frá og var hún einnig send til aðstoðar.
Báturinn sem um ræðir er lítill fiskibátur og er einum manni innanborðs. Eru nærstöddu bátarnir nú komnir að og hættan því liðinu hjá. Björgunarskipið er á leiðinni með dælur og er stefnt að því að reyna að halda bátnum á floti. Veður á svæðinu er gott og því ágætisaðstæður fyrir björgunarstörf.


