10.08.2014 19:18

Leki kom upp í Íslandsbersa út af Snæ­fellsnesi

mbl.is:

Báturinn sem lekinn kom upp í.

                             Bát­ur­inn sem lek­inn kom upp í. mbl.is/?Al­fons Finns­son

Leki kom upp í  báti sem stadd­ur var utan við Hóla­hóla á Snæ­fellsnesi, fyr­ir stuttu. Björg­un­ar­skipið Björg á Rifi var kallað út auk þess sem nærstadd­ir bát­ar voru beðnir um að sigla á staðinn. Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var við æf­ing­ar skammt frá og var hún einnig send til aðstoðar.

 Bát­ur­inn sem um ræðir er lít­ill fiski­bát­ur og er ein­um manni inn­an­borðs. Eru nær­stöddu bát­arn­ir nú komn­ir að og hætt­an því liðinu hjá. Björg­un­ar­skipið er á leiðinni með dæl­ur og er stefnt að því að reyna að halda bátn­um á floti. Veður á svæðinu er gott og því ágætisaðstæður fyr­ir björg­un­ar­störf. 

 
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Rifi.

                          Björg­un­ar­skip Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar á Rifi. mbl.is/?Al­fons