10.08.2014 20:29
Er Hólmavíkurævintýrið fjarað út?
Svo virðist vera að sá mikli flutningur landleiðis á makrílbátum norður til Hólmavíkur, hafi verið eitthvað sem enginn fótur var fyrir, þ.e. að mikil veiði væri þar.
Hefur þetta haft það í för með sér að sumir þeirra báta sem komnir voru í Steingrímsfjörðinn, eru nú á leið aftur suðurfyrir og þá er stefnan nú mest á Snæfellssvæðið, því þar hefur verið góð veiði að undanförnu.
Skrifað af Emil Páli
