06.08.2014 20:00

AF HVERJU...

 

Af gefnu tilefni, þar sem fylgismaður ákveðins síðueigenda var með hótanir við mig á byggðarsíðu, þess efnis að hann myndi senda mér hótun á síðunni ef ég hætti ekki að skrifa þar, hef ég ákveðið að senda þetta bréf til birtingar. Hótunina setti hann inn. Samskiptin við viðkomandi urðu þau að ég hef lokað fyrir allan aðgang viðkomandi aðila á allar þær Facebook-síður sem ég set efni á. Jafnframt sendi ég eftirfarandi bréf og birti hér þó engin nöfn, þó svo að hann hafi birt mitt nafn. Spurningarnar sem hér koma eru í beinu framhaldi af því sem viðkomandi sendi mér í skeyti:

AF HVERJU...

… þola sumir ekki að ég birti mikið af myndum af plastbátum?

… þola sumir ekki að ég birti mikið af myndum af trillum?

… þola sumir ekki að ég birti mikið af myndum af norskum bátum?

 

… þola sumir ekki að ég hef engan áhuga á skoðunum annarra varðandi síðuna mína og er því með lokað fyrir athugasemdir?

 

… þola sumir ekki að síðan mín er ekki í sömu veru og flestar aðrar skipasíður?

 

… þola sumir ekki að ég birti stundum fréttir, hugrenningar og annað tengt sjávarútvegi?

 

… þola sumir ekki að ég birti myndir og annað á öðrum síðum?

 

Er svarið kannski að sumir þoli ekki hvað skipasíðan mín er oft vinsæl og jafnvel vinsælli en þeirra? Með öðrum orðum þetta er öfund.

Aðalatriðið er auðvitað það að ég er með mína síðu eftir mínu höfði, en þeir sínar síður eftir sínu höfði.

P.s. takið eftir að þeir sem taka þetta til sín, munu örugglega senda mér skot á sínum síðum eða síðum annarra, jafnvel á einhverjum Facebook-síðum, s.s. byggðarsíðum og þar með opinbera þeirra nafn, eða nöfn.

 

AF FACEBOOK:

Sigurbrandur Jakobsson Jááá öfund er oft fylgifiskur minnimáttarkenndar ætli það sé nú ekki helsta skýringin á þessu. Persónulega finnst mér gaman að sjá allt sem kemur á skipasíðuni sem og allan fróðleikinn á Keflavíkurfacebooksíðuni frá þér. Hafðu kæra þökk fyrir ég hefði ekki áhuga á þeirri síðu nema ef vera skildi fróðleikur þinn án þess að gera lítið úr öðrum og já plastbátar eru líka bátar þetta heitir víst framþróunn og eins og ég hef örugglega nefnt við þig skil ég ekki þann grát þegar lönguúreltir stálbátar eru dregnir í pottinn frekar en láta þá glata sínu gamla stolti grottnandi við einhvern bryggjuræfil

 

Emil Páll Jónsson Þetta snýst ekki að neinu leiti um Keflavíkursíðuna, heldur aðra byggðarsíðu. Þessi hótun viðkomandi hafði hinsvegar engin áhrif á mig hvorki á þeirri síðu né þessari og held ég áfram mínu striki eins og ekkert sé.