05.08.2014 21:00

Hvalfjörður: Hvalur 6 RE 376, Hvalur 7 RE 377, Hvalur 8 RE 388, Hvalur 9 RE 399 og tvennt óvænt

Hvalfjörður er ekki lengur í alfaraleið, þ.e. eftir að Hvalfjarðargöngin komu. Því hafði ég hug á að líta þangað og það gerði ég sl. sunnudag og þaðan er myndaefnið núna, þarna sjáum við fjóra hvalveiðibáta og tvennt annað sem ekki tengist beint skipum, en ég leyfi samt að koma með.






          115. Hvalur 6 RE 376 og 116. Hvalur 7 RE 377 eru varðveittir nánast á sama stað og hvalstöðin er í dag


                    117. Hvalur 8 RE 388, á leið inn Hvalfjörðinn með hval eða hvali





                                997. Hvalur 9 RE 399, við bryggju í Hvalfirði

Ekki var hægt að fara svo um Hvalfjörðinn án þess að taka myndir af ýmsu öðru þekktu þar og var af mörgu að taka, en þetta tvennt smellti ég myndum af:


             Botnskálinn var vinsæll viðkomustaður, en undir það síðasta var þjóðvegurinn lagður aðeins frá honum, en afleggjarinn upp að Glymi liggur að skálanum. Svona er útlit hans í dag


          Gamla braggahverfið skammt frá olíubryggjunni er enn vel við haldið, enda mun það vera að notað sem svefnskálar fyrir starfsmenn Hvalstöðvarinnar í dag.

                         © myndir Emil Páll, í Hvalfirði, sunnudaginn. 3. ágúst 2014