31.07.2014 21:00
Skondin, en þó nokkuð sérstök uppskipun í Sandgerði í gær
Mjög sjaldgæft er að flutningaskip komi til Sandgerðis til að losa vörur, en það gerðist þó í gær. Raunar var skipið sem heitir Thor Skandía að koma til að sækja dýrafóður, sem það gerir oft, en í leiðinni kom það að utan með plaströr, sem skipað var þar upp, þó svo að kaupandi þeirra væri fyrirtæki á Akureyri, en hvort rörin fóru alla leið þangað veit ég ekki.
Frá Sandgerði fór skipið síðan til Ísafjarðar og víðrar og þessvegna kannski líka til Akureyrar til að sækja dýrafóður.
Eins og sést á síðustu myndinni voru rörin flutt á kerru og því varð að fara meira en eina ferð, en á meðan voru rörin geymd í Sandgerði. Ef myndin er skoðuð nánar sést að inn í hverju röri eru mörg rör sem sett eru inn í hvert annað, allt eftir sverleika þeirra.
Hér koma nokkrar myndir sem ég tók þegar rörunum var skipað á land í Sandgerði, en þau voru hífð upp með flutningabíl Björns Marteinssonar.


Thor Skandía við bryggju í Sandgerði í gær og hífingar á rörunum standa yfir


Rörabúnt híft upp úr skipinu...

... og slakað niður á bryggjuna, áður en það var flutt annað

Hér er búinn að setja á vagn, farm af rörum til flutnings hvort sem það var til Akureyrar eða eitthvað annað. Ef myndin er skoðuð vel má sjá að inn í hverju röri eru önnur rör © myndir Emil Páll, í gær, 30. júlí 2014
Frá Sandgerði fór skipið síðan til Ísafjarðar og víðrar og þessvegna kannski líka til Akureyrar til að sækja dýrafóður.
Eins og sést á síðustu myndinni voru rörin flutt á kerru og því varð að fara meira en eina ferð, en á meðan voru rörin geymd í Sandgerði. Ef myndin er skoðuð nánar sést að inn í hverju röri eru mörg rör sem sett eru inn í hvert annað, allt eftir sverleika þeirra.
Hér koma nokkrar myndir sem ég tók þegar rörunum var skipað á land í Sandgerði, en þau voru hífð upp með flutningabíl Björns Marteinssonar.


Thor Skandía við bryggju í Sandgerði í gær og hífingar á rörunum standa yfir


Rörabúnt híft upp úr skipinu...

... og slakað niður á bryggjuna, áður en það var flutt annað

Hér er búinn að setja á vagn, farm af rörum til flutnings hvort sem það var til Akureyrar eða eitthvað annað. Ef myndin er skoðuð vel má sjá að inn í hverju röri eru önnur rör © myndir Emil Páll, í gær, 30. júlí 2014
Skrifað af Emil Páli
