30.07.2014 12:15

Þórsnes II SH 209 eða 109 að fara í stað Tjaldaness

Þessa daganna er verið að gera Þórsnes II klárt í Njarðvíkurhöfn til að taka við þætti Tjaldaness GK, varaðandi makrílveiðar Grímsness GK. Sumir segja að skipin hafi verið á paraveiðum, en aðrir að Tjaldanesi hafi bara verið að þjóna Grímsnesinu, þ.e. flytja aflann í land. Hvað um það nú er Tjaldanesið að fara á netaveiðar og tekur Þórsnes II við verkefninu. Vonandi laga menn númer bátsins áður en hann fer í verkefnið, en á því stendur SH 109, en meira en ár er síðan það var skráð SH 209.
Hér koma myndir sem ég tók í Njarðvíkurhöfn í gær er verið var að vinna við skipið.










          1424. Þórsnes II SH 209 eða 109, í Njarðvíkurhöfn, í gær © myndir Emil Páll, 29. júlí 2014