28.07.2014 10:11
Ísborg ÍS 250, síðasti tappatogarinn, að landa í Grindavík, í gær
Eins og menn muna fengu stálskip sem smíðuð voru á sama stað í Austur-Þýskalandi rétt fyrir 1960, nafnið ,,tappatogari". Ef ég man rétt þá voru þau 12 að tölu og í dag er aðeins eitt skip eftir hérlendis og það er þetta sem ég birti nú myndir af, þegar verið var að landa úr því í Grindavík, í gær

78. Ísborg ÍS 250, að landa í Grindavík, í gær © mynd Emil Páll, 27. júlí 2014
AF FACEBOOK:
Emil Páll Jónsson Án þess að vita það, þá hef ég trú á að þetta hafi verið svona minni togarar. Enda öflug skip.
Guðni Ölversson Þessir bátar voru byggðir í Stralsund í A-Þýskalandi. Flestir á árunum 1958 -1959. Voru upphaflega hugsaðir sem togskip en voru mest notuð sem nótaskip. Þetta voru hörku bátar. Var á einum slíkum á trolli sumarið 1970. Í hauga brælu á Hvalbakssvæðinu héldum við áfram að veiða meðan Hafliði SI, þrisvar sinnum stærra skip, fór í var inn á Berufjörð. Þegar "togarinn" kom út aftur vorum við að leggja af stað til Eskifjarðar með fulla lest af vænum þorski
