21.07.2014 11:12
Kasprypa 3, farin úr landi?
Eins og margir vita hafa tvíburaskipin Kasprypa 1 og Kasprypa 3, legið í Reykjavík í fjölda ára. Fyrst í gömlu höfninni og síðan inn við Skarfabakka. Fyrir nokkrum vikum kom hingað danskur dráttarbátur og samkvæmt MarineTraffic fór hann utan á skipin og eftir að hann var farinn þaðan nokkru síðar var aðeins annað skipanna eftir, það sem sést hér fyrir neðan. Þegar dráttarbáturinn fór frá landinu sigldi hann aðeins á rúmlega 5 mílna hraða og því augljóslega með eitthvað skip í eftirdragi og samkvæmt því sem þar kom fram var ferðinni heitið til Rotterdam.

Kasprypa 1, við Skarfabakka, í Reykjavík sl. laugardag © mynd Emil Páll, 19. júlí 2014

Kasprypa 1, við Skarfabakka, í Reykjavík sl. laugardag © mynd Emil Páll, 19. júlí 2014
Skrifað af Emil Páli
