21.07.2014 18:50

Er makrílaflinn að glæðast við Keflavík?

Í síðustu viku og um helgina fóru þorrinn af þeim bátum sem verið hafa að veiðum á makríl í nágrenni Keflavíkur, upp undir Snæfellsnes, en þaðan höfðu borist fregnir um mikinn afla. Sumir þessara báta eru komnir aftur og er einn þeirra Pálína Ágústsdótti GK 1, sem kom í nótt eða undir morgun og var þá með um eitt tonn í sér að vestan. Í dag bætti hún betur, bæði á Stakksfirði og eitthvað í Garðsjó og um kl. 17 var landað út bátnum 21 kari. Tók ég þessar myndir við það tækifæri


           2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1, í Keflavíkurhöfn i dag, Körum úr bátnum fjölgar á bryggjunni og í bílnum


                                    Enn fjölgar körum úr bátnum í bílnum


          Er löndun lauk, voru 21 kar með makríl komin í bílinn © myndir Emil Páll, 21. júlí 2014