20.07.2014 20:29

Rip bátur sigldi á í Grófinni, núna áðan og þrír fluttir á sjúkrahús eftir að hafa farið í sjóinn

Rib báturinn Duus.is sigldi utan í grjótið  í innsiglingunni í Grófina í Keflavík nú áðan og við höggið hentust þrír menn sem voru um borð, í sjóinn og slösuðust eitthvað og voru fluttir á sjúkrahús. Við höggið féllu björgunarbátar út og þar sem Rib báturinn var enn á ferð spengdi hann þá út. Á þessu stigi er ekki vitað nánar um meiðsli mannana, né heldur hverjar skemmdir urðu á bátnum, sem huganlega hafa helst verið neðansjávar.

Þegar ég mætti á staðinn var búið að færa bátinn á annan stað og tók ég þessar myndir af honum þar.




        7772. Duus.is, eftir að hann hafði verið færður til í Grófinni og gúmíbátarnir sem blésu út við höggið © myndir Emil Páll, í dag 20. júlí 2014

AF FACEBOOK:

Tómas J. Knútsson helvíti hafa menn verið seinheppnir