19.07.2014 20:31
Mikill leki að Valþóri GK 123, í dag
Í dag kom upp mikill leki að vélarrúmi Valþórs GK 123, er hann var staddur skammt frá Dritvík á Snæfellsnesi. Komu björgunarsveitir þegar á vettvang og eins stefndi varðskipið Þór á staðinn.
Samkvæmt heimildum mínum fór slanga í vélarrúmi bátsins með þeim þeim afleiðinum að sjór flæddi inn í vélarrúmið og var komið upp undir rafmagstöflu. Var slökkt á aðalvél bátsins og minnkaði lekinn við það.
![]() |
|
AF FACEBOOK: Guðni Ölversson Ég ætla rétt að vona að báturinn verði ekki eyðileggingu að bráð við þetta óhapp. Þessi fallegi bátur er smíði nr 2 frá Stefáni í Vélsmiðju Seyðisfjarðar. Sigurbrandur Jakobsson Hann er nú örugglega orðinn lúinn eftir hálfgert hirðuleysi þó han líti vel út enda orðinn gamall
|

