17.07.2014 21:10

Kristina EA 410, laus af strandstað

visir.is:

Lengst til hægri sést Kristina EA á strandstað. Skemmtiferðaskipið Dolphin var fyrst á vettvang.
Lengst til hægri sést Kristina EA á strandstað. Skemmtiferðaskipið Dolphin var fyrst á vettvang. VÍSIR/SAMÚEL
 
Randver Kári Randversson skrifar:

Um 100 metra langt skip er strandað fyrir utan Grundarfjörð og hefur Björgunarsveitin Klakkur verið kölluð út vegna strandsins. Enginn um borð er talinn í hættu.

Uppfært kl. 20:20:

Samkvæmt heimildum Vísis er hér um að ræða skuttogarann Kristínu EA 410 og er skipið strandað við Melrakkaey. Björgunarsveitir í Grundarfirði og Snæfellsbæ hafa verið kallaðar út og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang. Leki er kominn að skipinu og verið að setja dælur um borð.

Skemmitferðaskipið Dolphin var fyrst á vettvang, en það er nú að fara af strandstað þar sem mikill straumur er á svæðinu. 

Uppfært kl. 20:45:

Skipið er nú laust af strandstað og siglir nú til hafnar í  Grundarfirði með tvær dælur um borð
 

AF FACEBOOK:

Heiða Lára Guðm Sigldi fyrir eigin vélarafli til hafnar í fylgd björgunarskipa og TF_SIF