16.07.2014 21:00
Ocean Princess, Drenec, Saga Pearl II, L' Austral, Fram, Azores og L 'Boreal, í Grundarfirði
Heiða Lára, Grundarfirði: Sendi þér myndir af skemmtiferðaskipunum sem hafa komið við síðustu daga. Á sunnudag lá Ocean Princess út á firðinum, einnig var líka báturinn Drenec, veit ekki meira um hann. Þriðjudag lagðist Saga Pearl II að bryggju. Og svo í morgun (miðvikudag) kom L´Austral og lagðist að bryggju, um 14 kom Fram, og tók plássið við bryggjuna þegar L´Austral fór, en þá var Azores að sigla inn fjörðinn og liggur nú út á firðinum. L´Austral er systurskip L´Boreal sem hefur oft komið til Grundarfjarðar og er áætlað að komi 20. ágúst.
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
|
|











