14.07.2014 22:36
Guðborg NS 136: Sigldi á Hólmsbergið - komin í viðgerð hjá Sólplasti
Í kvöld tók Jón & Margeir upp í Sandgerðishöfn bátinn Guðborgu NS 136 og flutti að bækistöð Sólplasts. Bátur þessi sem var á makrílveiðum við Hólmsberg, við Helguvík, í gær sigldi á bergið með þeir afleiðingum að skemmdir urðu á stefni bátsins. Einn maður var á bátnum og sakaði hann ekki, en hann var í vinnu aftan á bátnum er báturinn tók allt í einu á rás, sennilega vegna bilunar og sigldi á klettana.
Eins og sést á sumum myndanna hefur þetta verið nokkuð högg, en engu að síður átti Kristján Nielsen hjá Sólplasti ekki von á að það tæki marga daga að laga skemmdirnar. Hér koma myndir sem ég tók í kvöld, í Sandgerði.

2138. Guðborg NS 136, við bryggju í Sandgerði í kvöld



Jón & Margeir mættir á staðinn og verið að snúa bátnum og sést skemmdin á stefninu, en það sést betur á öðrum myndum hér fyrir neðan


Báturinn hífður upp á vagn



Skemmdin á stefninu er auðsjáanleg


Báturinn tilbúinn til flutnings á vagninum

Jón & Margeir, lagðir af stað með bátinn


Komið á athafnarsvæði Sólplasts, í Sandgerði

Bakkað inn með bátinn


2138. Guðborg NS 136, kominn inn hjá Sólplasti í Sandgerði, nú á ellefta tímanum í kvöld © myndir Emil Páll, 14. júlí 2014
Eins og sést á sumum myndanna hefur þetta verið nokkuð högg, en engu að síður átti Kristján Nielsen hjá Sólplasti ekki von á að það tæki marga daga að laga skemmdirnar. Hér koma myndir sem ég tók í kvöld, í Sandgerði.

2138. Guðborg NS 136, við bryggju í Sandgerði í kvöld

Jón & Margeir mættir á staðinn og verið að snúa bátnum og sést skemmdin á stefninu, en það sést betur á öðrum myndum hér fyrir neðan


Báturinn hífður upp á vagn



Skemmdin á stefninu er auðsjáanleg

Báturinn tilbúinn til flutnings á vagninum

Jón & Margeir, lagðir af stað með bátinn


Komið á athafnarsvæði Sólplasts, í Sandgerði

Bakkað inn með bátinn


2138. Guðborg NS 136, kominn inn hjá Sólplasti í Sandgerði, nú á ellefta tímanum í kvöld © myndir Emil Páll, 14. júlí 2014
Skrifað af Emil Páli
