11.07.2014 17:36

Víkingur AK 100 - HÖFÐINGINN - Kveður landið - syrpa í kvöld

Um kl. 13 í dag fór Víkingur AK 100 frá heimahöfn sinni sem hann hefur haft í rúma hálfa öld, þ.e. Akranes, en skipið sem almennt hefur verið kallað Höfðinginn, hefur verið selt til Danmerkur. Af því tilefni mætti ég út á Garðskaga, en þar var suddi yfir og því ekki of gott skyggni. Næst mætti ég á Stafnesið og var var skyggnið skömminni skárra, svo næst var það Reykjanesið og þar var mjög góðar aðstæður til myndatöku, enda hjálpaði sólin þar til. Mun ég í kvöld koma með syrpu sem ég tók af skipinu í síðustu ferðinni a.m.k. sem Víkingur AK 100, en nú koma tvær myndir sem Magnús Þorvaldsson lét mig hafa fyrir mörgum árum.




               220. Víkingur AK 100, á landleið á þeirri efri, en með fullfermi í heimahöfn sinni Akranesi á þeirri neðri © myndir Magnús Þorvaldsson  - flott syrpa í kvöld af skipinu í dag -