10.07.2014 08:42

Blómfríður SH á leið í brotajárn

Skessuhorn 8. júlí 2014:
Markús SH tók Blómfríði SH utan á síðuna og sigldi með úr Ólafsvíkurhöfn í gær. Þegar komið var út fyrir höfnina tóku þeir á Markúsi skipið í tog og sigldu með það til Hafnarfjarðar. Gekk ferðin vel. Síðastliðin ár hefur Blómfríður SH legið í Ólafsvíkurhöfn en útgerð Markúsar keypti skipið nýverið til að nýta úr því spil og annan búnað. Örlög Blómfríðar verður eftir það að fara í brotajárn. Áður en Blómfríði var lagt var hún gerð út á rækjuveiða og var skráður útgerðaraðili Síli ehf. á Hólmavík. Blómfríður er 128 tonna stálskip, smíðað í skipasmíðastöð Þ&E á Akranesi árið 1972.


             1426. Markús SH 271, dró 1244. Blómfríði SH 422, sem hét áður Grundfirðingur SH 12 og þar áður Harpa GK 111, til Hafnarfjarðar © mynd úr Skessuhorni, 8. júlí 2014