08.07.2014 11:12

Blíða SH 277, á leið niður úr Njarðvíkurslipp, í gær

Hér sjáum við bátinn á leið niður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, en í dag er verið að útbúa hann á makrílveiðar eins og svo marga aðra. Þessi hefur þó eitt fram yfir þá flesta, en það er að hann var að mig minnir fyrsti báturinn sem stundaði þessar veiðar hér fyrir mörgum árum og þá undir skipstjórn Alberts Sigurðssonar og var þá að mig minnir með númerið KE 17 - Annars eru makrílar að komast á fullt, eins og mun sjást hér á síðunni bæði í næstu færslu og síðan verður að mestu rætt um makríl á næstu vikum.

Dágóð bryggjuveiði var í Keflavík í gær og þeir bátar sem hafa hafið veiðar fengu sumir hverjir nokkuð góðan afla. Í gærmorgun voru það aðallega Fjóla GK 121 og Æskan GK 506, en er líða tók á daginn komu ýmsir, sem voru hér í fyrra svo sem Siggi Bessa SF, Álfur SH, Máni II ÁR, Pálina Ágústsdóttir GK, Addi afi GK, Daðey GK o.fl.


             1178. Blíða SH 277, í sleðanum, á leið úr Njarðvíkurslipp í gær. Bátur þessi er í eigu Royal Iceland, í Njarðvík © mynd Emil Páll, 7. júlí 2014