04.07.2014 21:15

Varð vélarvana utan við Hafnarfjörð


                      Þessa mynd birti ég fyrr í kvöld, ásamt tveimur öðrum

 

Nýr 30 tonna bátur, Auður Vésteins,, sem verið var að prufusigla, varð vélarvana utan við Hafnarfjörð fyrr í kvöld. Átta manns voru um borð. Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út og fór á staðinn á Fiskakletti, harðbotna björgunarbáti sínum. Í fyrstu var talin lítil hætta á ferðum en svo jókst rekið á bátnum svo hann stefndi hratt að landi. Björgunarbáturinn kom á staðinn um kl. 19.00 tók þann bilaða í tog. Óskað var aðstoðar Þróttar, lóðsins í Hafnarfjarðarhöfn við dráttinn, og tók hann við og dró hinn bilaða bát til hafnar.