04.07.2014 21:23
Flotlínuvertíð formlega hafin á Jakob N-32-ME ex 2065. Már GK 98
(Hér birti ég frásögn Jón Páls Jakobssonar í Noregi og þar sem hún er skrifuð þann 2. júlí, en í dag er 4. bæti ég við í sviga réttar dagsetningar svo og aðrar frásagnir sem ég vil koma að.)
Já það má segja að flotlínuvertíðin sé formlega hafin á Jakob N-32-ME (ex 2065. Már GK 98) þó svo árangurinn hafi ekki verið svo góður en sem komið er. Á sunnudaginn fórum við feðgar í fyrstu ferð var farið með 4 bala svona til að prufa allt. Fyrst var lagður einn bali og fengust 3 ýsur á fyrsta balann síðan voru hinir þrír lagðir og fengust á þá tæp 400 kg af góðri ýsu. Daginn eftir var haldið á ný með 8. bala og fengust 500 kg af ýsu og svo í gær ( 1. júlí) var farið með 8. bala og fengust á þá 1100 kg svo ef gangurinn verður svona stígandi við hvert sjóveður verður ekki kvartað á Jakob.

Ekki verður farið í nótt spáin frekar leiðinleg fyrir Jakob en hann meldaði liten kuling frá Austri. Svo nú er bara landvinna og að sjálfsögðu þarf að sansa aðeins.


N-9-SF
Start er svipaður sjarkur og Jakob nema Start er tveimur metrum styttri
.Á honum er hann Olav sem ræður ríkjum. Hérna er hann á útleið með okkur í gærkveldi. ( 1. júlí)

Polarfangst N-131- ME
Á landleiðinni á mánudaginn mættum við honum Polarfangst. En hann er að landa hér í Batsfirði og hefur bara gengið ágætlega.

Vareid N-333-VV
Hérna er nýjasta nýtt í norska fhönnun14,99 metra bátur sem er byggður mjög stór en er samt lítill. En það hafa komið margir svona á síðustu árum. Frekar ljótir og hljóta að velta dálítið.

Hann Svanur Þór hefur farið með pabba sínum tvisvar á þessari vertíð og fékk að prufa sig á rúllunni í gær ( 1. júlí - en ég birti fyrir nokkrum dögum myndir af Svani á rúllunni)
© myndir og texti. Fyrir utan það sem er í sviga: Jón Páll Jakobsson, Noregi, 2. júlí 2014

Ekki verður farið í nótt spáin frekar leiðinleg fyrir Jakob en hann meldaði liten kuling frá Austri. Svo nú er bara landvinna og að sjálfsögðu þarf að sansa aðeins.


N-9-SF
Start er svipaður sjarkur og Jakob nema Start er tveimur metrum styttri
.Á honum er hann Olav sem ræður ríkjum. Hérna er hann á útleið með okkur í gærkveldi. ( 1. júlí)

Polarfangst N-131- ME
Á landleiðinni á mánudaginn mættum við honum Polarfangst. En hann er að landa hér í Batsfirði og hefur bara gengið ágætlega.

Vareid N-333-VV
Hérna er nýjasta nýtt í norska fhönnun14,99 metra bátur sem er byggður mjög stór en er samt lítill. En það hafa komið margir svona á síðustu árum. Frekar ljótir og hljóta að velta dálítið.

Hann Svanur Þór hefur farið með pabba sínum tvisvar á þessari vertíð og fékk að prufa sig á rúllunni í gær ( 1. júlí - en ég birti fyrir nokkrum dögum myndir af Svani á rúllunni)
© myndir og texti. Fyrir utan það sem er í sviga: Jón Páll Jakobsson, Noregi, 2. júlí 2014
Skrifað af Emil Páli
