03.07.2014 10:33

Víkingur seldur og Lundey á leið í sölu

visir.is, í morgun:

 
HB Grandi hefur selt uppsjávarskipið Víking AK til Danmerkur fyrir rúmlega 2,1 milljón danskra króna, jafnvirði um 43 milljóna íslenskra króna.


Fyrirtækið ætlar einnig að selja annað sögufrægt skip, Lundey NS, en það hefur ekki enn verið sett í sölu.

Víkingur var smíðaður í Þýskalandi árið 1960 og er mikið aflaskip. Hann hefur legið bundinn við bryggju síðan loðnuvertíð síðasta árs lauk.