03.07.2014 07:08
Kristbjörg VE 71 og Fram ÍS 25, bíða enn eftir hagstæðu veðri fyrir síðustu ferðina yfir hafið
Eins og ég hef áður sagt frá hér á síðunni stóð til í upphafi vikunnar að Kristbjörg VE 71 færi með Fram ÍS 25, frá Njarðvík til Ghent, í Belgíu, en vegna veðurs hefur lokaferð þeirra beggja yfir hafið ekki farið fram ennþá. Þá kom fram hjá mér að þessir tveir eru bátar nr. 9 og 10 sem sami innlendi aðilinn flytur í pottinn í Belgíu og hálfum mánuði eftir að farið verði af stað, fara næstu bátar, en það verða 1204. Jón Gunnlaugs ST 444 sem verður dráttarskipið og 1264. Sæmundur GK 4 og svo er í umræðunni að þriðja skipið fari með.

84. Kristbjörg VE 71, í Njarðvíkurhöfn, í gærkvöldi

971. Fram ÍS 25, í Njarðvík, í gærkvöldi

Hér eru þeir báðir, sem bíða enn veðurs, í Njarðvíkurhöfn, til að fara síðustu ferðina yfir hafið f.v. 971. Fram ÍS 25 og 84. Kristbjörg VE 71 © myndir Emil Páll, 2. júlí 2014

84. Kristbjörg VE 71, í Njarðvíkurhöfn, í gærkvöldi

971. Fram ÍS 25, í Njarðvík, í gærkvöldi

Hér eru þeir báðir, sem bíða enn veðurs, í Njarðvíkurhöfn, til að fara síðustu ferðina yfir hafið f.v. 971. Fram ÍS 25 og 84. Kristbjörg VE 71 © myndir Emil Páll, 2. júlí 2014
Skrifað af Emil Páli
