03.07.2014 21:00

Berglin GK 300, kemur til Njarðvíkur, í gærkvöldi

Í gærkvöldi birti ég syrpu af því þegar Berglín GK 300 og Triton mættust fyrir framan Vatnsnesvita, í Keflavík. Þá um leið sagðist ég myndi í dag birta myndir af báðum þessum skipum, en þó í sitthvoru lagi. Í kvöld birtust myndir af Triton og nú kemur myndasyrpa sem ég tók af Berglín koma inn til Njarðvíkur í gærkvöldi.

Togarinn var að koma frá Siglufirði þar sem hann hefur verið á rækjuveiðum, auk fjögurra annarra Nesfiskskipa þ.e. Sóleyjar Sigurjóns GK 200, sem kom í fyrrakvöld, til Keflavíkur og fór svo til Reykjavíkur og í gærmorgun komu til Sandgerðis Siggi Bjarna GK 5, Benni Sæm GK 26 og Sigurfari GK 138. Án þess að vita það hef ég grun um að þeir séu allir, eða allavega flestir að fara á makrílveiðar.




            1905. Berglín GK 300, kemur inn Stakksfjörðinn með stefnu á Njarðvík og er hér fyrir utan Vatnsnesvita í Keflavík. Á neðri myndinni, sést í hægri jaðri hennar í stefni Tritons




                    Hér er togarinn fyrir utan Keflavíkurhöfn, á leið sinni til Njarðvíkur


           Þar sem flóðastaða var nokkuð há, þegar togarinn sigldi bak við grjótvarnargarðinn í Njarðvík kemur hluti hans uppfyrir garðinn


                                      Hér kemur togarinn fram fyrir grjótgarðinn


                                           Byrjaður að beygja í átt að Njarðvíkurhöfn














           1905. Berglín GK 300, komin til Njarðvíkur í gærkvöldi © myndir Emil Páll, 3. júlí 2014